Gaupi og Júlli hittu beint í mark.

Þeir félagar Guðjón Gaupi Guðmundsson og Júlíus Jónasson voru gestir okkar í „Lambalæri að hætti mömmu“ á föstudag. Eftir að Gaupi lét nokkrar léttar sögur flakka, sem ekki verða hafðar eftir hér, ræddu þeir um möguleika handboltalandsliðsins sem hóf keppni á HM í Frakklandi á fimmtudag.

Þeir voru sammála um það að róðurinn geti orðið erfiður hjá hinu breytta liði sem við teflum fram að þessu sinni. Töluverðar umræður sköpuðust í lokin og var það mál manna að vel hefði til tekist hjá þeim félögum.

 

HM-hópurinn