Glæsilegur afmælisvarningur verður til sölu á sunnudaginn 12. maí milli kl 14.00 og 16.00. Varningurinn tengist 70 ára afmæli Þróttar og er í takmörkuðu upplagi. 70 stk af bollum, 70 stk af borðfánum og 70 stk númeruð barmmerki. Allur varningurinn er með fyrsta merki Þróttar og því um sögulega minjagripi að ræða sem allir Þróttarar ættu að eiga.