Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson og Júlíus Jónasson eru fyrstu gestir ársins.

Fyrsta „Lambalæri að hætti mömmu“ á nýju ári verður föstudaginn 13.janúar, kl.12.00.
Gestir okkar verða þeir Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson íþróttafréttamaður og Júlíus Jónasson
fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og munu þeir fara yfir möguleika
handboltalandsliðsins sem hefur keppni á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi 12.janúar.

Eins og venjulega munu þeir Sigurður K. Sveinbjörnsson í sigurdurks@simnet.is og
Helgi Þorvaldsson í síma 821-2610, sjá um að skrá menn, fram að hádegi miðvikudagsins
11.janúar. Allir eru velkomnir og þurfa ekki að vera Þróttarar.