Guðmundur Friðriksson og Þróttur hafa framlengt samning aðila á milli til næstu tveggja tímabila eða til loka keppnistímabilsins 2021.

Guðmundur gekk til liðs við Þrótt á tímabundnum félagaskiptum frá Breiðablik árið 2016 en hafði svo félagaskipti til félagsins fyrir keppnistímabilið 2018 og hefur leikið yfir 50 leiki með Þrótti í deild og bikar.  Hann á jafnfram að baki 10 leiki með yngri landsliðunum og 30 leiki í efstu deild.  Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Þróttara að Guðmundur hafi framlengt samning sinn og tilhlökkun fyrir komandi baráttu í Inkasso deildinni á næsta tímabili.

Lifi…..!