Hann var einn af frumkvöðlunum, bæði í handknattleiknum og knattspyrnunni í Þrótti. Hann var leikmaður og síðan þjálfari í báðum greinunum auk fjölmargra annarra starfa sem hann tók að  sér fyrir félagið. Það voru ófáar móttökunefndirnar sem hann starfaði í þegar von var á góðum gestum. Þá var hann um árabil í Unglinganefnd KSÍ og hann var einn af stofnendum Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands. Stjórn Knattspyrnufélagsins Þróttar þakkar Gunnari framlag hans til félagsins og sendir fjölskyldu hans sínar innilegustu samúðarkveðjur.