Gunnar Helgason Þróttari ársins 2016.

Stjórn Þróttar hefur valið Þróttara ársins 2016. Viðkomandi aðili hefur vægt til orða stórt Þróttarahjarta og hefur verið hluti af félaginu, allt frá fæðingu held ég. Hann byrjaði ungur að æfa fótbolta með Þrótti og lék með félaginu í yngri flokkunum. Hann hefur alla tíð verið tilbúinn til að leggja félaginu lið þegar til hans hefur verið leitað, hvort heldur er að stjórna alls kyns uppákomum eða taka þátt í fjáröflun. Allir þekkja sögurnar um Þróttarann Jón Jónsson sem hafa selst í tugþúsundum eintaka og nú síðast hannaði hann Þróttarajakka sem seldust í eins og heitar lummur á árinu.  Á leikjum stjórnar hann oftar en ekki stemmningunni og á það til að segja dómurum til. Það fer ekkert á milli mála þegar Gunnar Helgason er í stúkunni. Þróttari ársins er Gunnar Helgason.