Handboltastrákarnir í 7. flokki karla fóru á sitt annað mót í vetur um síðastliðna helgi. Mótshaldarar voru Fram og var spilað í Fram húsinu sem og í íþróttahúsi Álftamýrarskóla

Í 7. flokk í handbolta eru mörkin ekki talin á mótum en strákarnir alltaf vissir samt sem áður hverjir standa uppi sem sigurvegarar í lok leikja

Þróttur sendi 2 lið til leiks. Lið 2 spilaði á föstudeginum og léku við hvurn sinn fingur og ljóst að þeir eru að öðlast meira sjálfstraust og eru að ná meiri færni.

Lið 1 spilaði síðan á laugardeginum og ljóst að þeir eru einnig í framför. Fastari og betri sendingar og betri gabbhreyfingar og betra stöðumat varnarlega og sóknarlega

Ljóst er að framtíðin er björt hjá þessum strákum haldi þeir rétt á spilunum

Lifi Þróttur