Árleg „Jólahangikjötsveisla“ Hm-hópsins verður haldin þriðjudaginn 10.desember kl.11.30. Þar sem þetta er vinsælasta „Lambið“ okkar byrjum við fyrr svo allir nái að fá sér að borða. Auk hangikjötsins og meðlætis verður boðið upp á skemmtidagskrá og happdrætti, sem er innifalið í miðaverðinu sem er kr.3500, eins og undanfarin ár.
Það verða þeir Halldór Einarsson í Henson(Stöngin út) og Ólafur Schram leiðsögumaður og hestamaður(Höpp og glöpp), sem verða gestir okkar í „jólahangikjötsveislu“ HM-hópsins, á þriðjudag 10.des og munu gefa gestum innsýn í nýútkomnar bækur sínar.
Þeir eru báðir frábærir sögumenn og báðir hafa þeir lent í hinum ýmsu svaðilförum í lífinu. Það verður því enginn svikinn sem mætir í Þróttarheimilið á þriðjudag, því einnig munu nokkrir gestir taka heim með sér vænan happdrættisvinning.
Þeir Sigurður K. Sveinbjörnsson í sigurdurks@simnet.is og Helgi Þorvaldsson í síma 821-2610 sjá um skráninguna, eins og venjulega, til sunnudagskvölds 8.desember.
Allir eru velkomnir eins og alltaf, konur og karlar.
HM-hópurinn