Efnilegar blakdömur Þróttar.

Efnilegar blakdömur Þróttar.

Um helgina tóku yfir 30 keppendur frá yngri flokkum blakdeildar Þróttar þátt í haustmóti Blaksambandsins fyrir 3, 5 og 6 flokk í Mosfellsbæ. Fjögur lið kepptu fyrir okkar hönd og spiluðu 24 blakleiki á tveimur dögum – mikið fjör þar. Keppendur að þessu sinni voru á aldrinum 7 til 13 ára. Allir iðkendur stóðu sig frábærlega vel og foreldrar hjálpuðu til. Sumir voru að keppa á sínu fyrsta móti á meðan aðrir eru komnir með nokkra reynslu.Við hjá Þrótti erum ákaflega ánægð með krakkana okkar og vinnum að því að fjölga iðkendum í krakkablakinu.
Bjóðum við nýja iðkendur sérstaklega velkomna í blakið í vetur.