Hildur Egilsdóttir og Þróttur ganga frá samningi

Þróttur og Hildur Egilsdóttir, sem gekk til liðs við okkur Þróttara fyrir tímabilið 2018, hafa gert með sér leikmannasamning sem gildir út keppnistímabilið 2019.  Hildur sem fædd er árið 1993 kom til Þróttar frá Fram en hafði áður leikið 21 leik í efstu deild með liði FH.

Hún kom við sögu í 16 leikjum með Þrótti á síðasta tímabili og skoraði í þeim 4 mörk.  Við fögnum áframhaldandi veru Hildar í Þrótti og óskum henni góðs gengis í baráttunni sem framundan er í Inkassodeildinni.  Lifi……!