Hjálparhendur við hellulögn á morgun þriðjudag kl. 17:00 lokakafli.

Við keppumst nú við að bæta og fegra aðstöðu okkar hjá Þrótti í Laugardal, hjartanu í Reykjavík. Einn lítill þáttur í því verkefni er að félagið hefur nú fjárfest í 200 fermetra fjölnotatjaldi, sem verður staðsett við austurendann á gervigrasinu (Þríhyrningsmegin).

Tjaldið mun nýtast við alls konar samkomur og fundahöld. Til dæmis í upphitun stuðningsfólks fyrir kappleiki eða sem mataraðstaða á ReyCup- og VÍS-mótunum. Einnig verður hægt að færa tjaldið til, stækka með viðbótareiningum og tengja félagsheimilinu. Afskaplega sniðugt dæmi.

Í dag, fimmtudaginn 18. ágúst, eftir kl. 16:00, ætlum við að helluleggja gólfið í tjaldinu. Okkur vantar hjálparhendur sjálfboðaliða við það verk. Búið er að vinna jarðvegsundirbúning, þannig að þetta snýst bara um að raða hellum á gólfið undir verkstjórn okkar ágæta Þóris Hákonarsonar frá Siglufirði. Allt í góðu þótt fólk komist ekki á mínútunni í dag, svo framarlega sem það kemur!

Þetta tekur enga stund, enda munu þarna margar hendur vinna létt verk. Endilega skutlið pósti á thorir@trottur.is ef að þið komist.

(Myndin er sviðsett…)