Hlaupahópur Þróttar er með æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17.30. Hvetjum sem flesta til að mæta. Kostar ekkert til að byrja með. Um að gera að prófa. Byrjum á 5-7 km og seinna skiptum við í tvær hlaupalengdir. Hittingur í Þróttarheimilinu. Við bjóðum upp á vesti, kaffi fyrir þá sem vilja og teygjuæfingar inn í sal. Hægt er að senda fyrirspurnir á breidfjord@trottur.is. Höfum gaman og hlaupum saman.