Til þess að hvetja til frekar þátttöku stúlkna á knattspyrnuæfingar hjá Þrótti hefur barna – og unglingaráð ákveðið að frítt verði að æfa fyrir allar stúlkur í árgöngum 2012, 2013, 2014 og 2015 (8.flokkur)  fram á sumar.  Æfingar fara fram í íþróttasal MS (Vogaskóli) á laugardögum kl. 12:00 – 13:00 og hafa yfirumsjón með æfingunum þeir Bergþór Leifsson og Funi Sigurðsson.

Við hvetjum foreldra/forráðamenn til þess að nýta þetta tækifæri og skrá stúlkurnar til þátttöku en skráning fer fram á á slóðinni https://innskraning.island.is/?id=trottur.felog.is

Frekari upplýsingar gefur íþróttastjóri Þróttar á póstfanginu thorir@trottur.is