Mikil gleði ríkti í Þróttarheimilinu í gær, þriðjudaginn 28.nóvember, þegar stúlkurnar úr Íslandsmeistaraliðinu frá 1957 komu saman og voru heiðraðar af stjórn félagsins.  Í tilefni þess að 60 ár eru nú liðin frá titlinum ákvað stjórn félagsins að bjóða liðinu til kaffisamsætis í Þróttarheimilinu og og þótti við hæfi að afhenda við það tækifæri verðlaunapening fyrir titilinn þar sem engir verðlaunapeningar voru afhentir fyrir 60 árum þegar liðið vann titilinn.  Finnbogi Hilmarsson formaður Þróttar kallaði hverja og eina upp og afhenti verðlaunapeninginn fyrir unnið afrek 60 árum áður jafnframt því sem heiðruð var minning þeirra úr hópnum sem fallnar eru frá.

Þrettán konur úr hópnum komu til samsætisins og svo skemmtilega vill til að í félagsheimili Þróttar er uppi stór mynd sem tekin var af hluta hópsins árið 1951 og vakti það upp ljúfar minningar þegar myndin var skoðuð og rifjuð voru upp atvik úr íþróttalífi þessa föngulega hóps sem er afar samheldinn og hittist regulega enn þann dag í dag.  Hópurinn hannaði og saumaði jafnframt keppnisbúninga félagsins á sínum tíma en hann þótti nokkuð djarfur og vakti mikla athygli.

Meðfylgjandi eru myndir frá samsætinu sem og myndin góða frá 1951

Íslandsmeistarar Þróttar í kvennaflokki 1957,

meistara- 1. og 2.flokkur.

Katrín Gústafsdóttir

Elín Guðmundsdóttir

Margrét Hjálmarsdóttir

Lára Kolbrún Magnúsdóttir

Guðrún Steingrímsdóttir, látin

Sveinbjörg Karlsdóttir

Ragnheiður Matthíasdóttir

Helga Emilsdóttir

Ólafía Lárusdóttir

Jensína Jóhannsdóttir

Hafdís Magnúsdóttir

Erna Gísladóttir, látin

Þuríður Magnúsdóttir, látin

Erla Bjarnadóttir

Stefanía Pétursdóttir, látin

Guðfríður Guðmundsdóttir, látin

Gíslína Kristjánsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, látin

Þuríður Magnúsdóttir, látin

Hanna Hálfdanardóttir, látin

Ragna Hallvarðsdóttir

Helena Brynjólfsdóttir

Aðalheiður Steingrímsdóttir

Ásthildur Pétursdóttir,  látin

 

Jón Óskar Guðmundsson, þjálfari og stjórnarmaður

Ásgeir Benediktsson, formaður og þjálfari

Magnús V. Pétursson,formaður handknattleiksnefndar

 

Efri röð f.v

Finnbogi Hilmarsson formaður Þróttar, Sveinbjörg Karlsdóttir, Hafdís Magnúsdóttir, Gíslína Kristjánsdóttir, Margrét Hjálmarsdóttir, Katrín Gústafsdóttir, Ragna Steina Mattíasdóttir, Ragna Hallvarðsdóttir, Jensína Jóhannsdóttir.

Neðri röð f.v

Elín Guðmundsdóttir, Aðalheiður Steingrímsdóttir, Ólafía Lárusdóttir, Helena Brynjólfsdóttir, Helga Emilsdóttir