Íþróttaskóli barna vorið 2017

Knattspyrnufélagið Þróttur mun starfrækja íþróttaskóla barna í haust sem ætlaður eru börnum á aldrinum 1-4 ára. Stefnt er að því að hafa fjölbreytta dagskrá til þess að efla skyn – og hreyfiþroska barna ásamt því að hafa gaman og læra að umgangast aðra.


Íþróttaskólinn verður í íþróttasal Langholtsskóla og hefst vortímabilið laugardaginn 7.janúar og stendur til 1.apr, eða í 11 skipti. Hópnum verður skipt í tvennt:
Börn fædd 2014-2015 kl. 10:00 – 11:00
Börn fædd 2013 – 2012 kl. 11:00 – 12:00
Skráning er hafin í íþróttaskólann og fer hún fram á skráningarsíðu Þróttar, https://trottur.felog.is þar sem jafnframt er hægt að ganga frá greiðslu.
Mælt er með að börnin mæti berfætt eða í sokkum sem gripi. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að taka þátt í tímunum og vera börnunum til aðstoðar.
Ef barn er óöruggt á einhvern hátt (skortir kjark eða færni) þarf líka að styðja það vel í upphafi og draga sig síðan í hlé þegar færnin verður meiri og sjálfstraust eykst.
Aðstaða er til fataskipta sé þess óskað.

SKRÁNING
Verð fyrir námskeiðið er kr.13,000 fyrir 11 tíma.
Takmarkað pláss er á báðum námskeiðum.
Umsjónarmenn Íþróttaskóla barnanna eru Sunna Rut Ragnarsdóttir íþróttaþjálfari og Egill Egilsson íþróttafræðingur sem bæði hafa reynslu af íþróttaþjálfun barna.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um Íþróttaskóla barnanna hjá umsjónarmanni á netfanginu sunnarura@gmail.com eða hjá Íþróttastjóra Þróttar á tölvupóstfanginu thorir@trottur.is