Laugardaginn 14. desember kl 11.00 verður Jólaaðventuþrautarhlaup Laugardals.

Gunni Helga sér um upphitun, tónlist og stuð.

Hlaupið er 3 km í dalnum fagra og eru 3 þrautir á leiðinni.

Verð: 1.500 kr á mann eða 3.000 kr fyrir fjölskylduna (2 eða fleiri).

Kakó og vöfflur eftir hlaup innifalið í verði.

Þátttökugjald greitt á staðnum í Þróttarheimilinu.

Mæta tímanlega til að ganga frá greiðslu.

Allir velkomnir líka mömmur og pabbar og ömmur og afar.

 

Gaman væri að sjá jólasveinahúfur og jólapeysur en ekki skilyrði 😊