Jólahangikjötsveisla Þróttar er handan við hornið

„JÓLAHANGIKJÖTSVEISLA þRÓTTAR“ ER HANDAN VIÐ HORNIÐ.

Hin árlega og vinsæla „Jólahangikjötsveisla Þróttar“ verður haldin miðvikudaginn 7.desember kl.11.30.

Félagi okkar Óskar Magnússon mun lesa úr nýútkominni bók sinni „Verjandinn“ sem er að
gera það heldur betur gott á jólamarkaðinum og þá munu þeir félagar Gísli Rúnar Jónsson
og Þórhallur „Laddi“ Sigurðsson birta glefsur úr bók Gísla um Ladda og er víst að þeir
muni koma við hláturtaugarnar í mönnum svo um munar.

Ýmislegt annað mun verða á boðstólum eins og áður, m.a. verða happdrættisvinningar dregnir
úr númerum aðgöngumiða, en sama lága verðið verður á krásunum eins og ávallt eða kr.3500.00.
Þetta lambalæri hefur verið fjölmennt í gegnum tíðina og hvetjum við menn að skrá sig sem
fyrst, eða fyrir hádegi mánudaginn 3.desember, hjá þeim Sigurði K. Sveinbjörnssyni í sigurdurks@simnet.is
og Helga Þorvaldssyni í síma 821-2610. Allir eru velkomnir að venju.
HM-hópurinn