Jólahappdrættið

Hið árlega jólahappadrætti Þróttar er ein mikilvægasta fjáröflun sem félagið ræðst í á hverju ári. Líkt og áður fer sala fram með þeim hætti að hver iðkandi fær með sér að lágmarki tíu miða sem hann/hún á að selja. Hver miði kostar 1.500 krónur. Hver iðkandi heldur eftir 500 krónum af þeirri upphæð sem sölu­launum en 1.000 krónur af hverjum miða renna til Þróttar.

Í gegnum tíðina hefur happadrættissalan verið kjörin leið til að safna fé fyrir mótakostnaði, æfingagjöldum eða þeim keppnisferðum sem framundan eru næsta sumar. Skila þarf inn peningum fyrir seldum miðum til þjálfara í síðasta lagi 4. desember (ath 1.000 kr. af hverjum seldum miða því iðkandinn heldur eftir 500 kr. sem sölulaunum).

Dregið verður í happadrættinu þann 15. janúar 2013 og einungis verður dregið úr seldum miðum. Því eru vinningsmöguleikar gríðarlega miklir.

Nöfn þeirra sem selja yfir 20 miða fara í pott og verða þrír hepnnir dregnir út og fá flugeldapakka frá Þrótti. Til mikils er að vinna fyrir þann söluhæsta: flugeldapakki frá flugeldasölu Þróttar og tveir miðar á stórtónleika Baggalúts í Háskólabíói þann 16. desember.

Að auki fær söluhæsti flokkur félagsins pizzu-veislu í viðurkenningarskyni.

Iðkendur og foreldrar eru beðnir að athuga að í hluta útsendra bréfa vegna happdrættisins misritaðist að skila ætti helmingi söluvirðis miðans. Hið rétta er að skila skal 1.000 krónum af hverjum seldum miða en iðkandinn heldur eftir 500 krónum í sölulaun eins og undanfarin ár.

Ef einhverjir iðkendur eiga eftir að fá miða og/eða vilja frá fleiri miða til að selja að þá þurfa viðkomandi að hafa samband við sinn þjálfara.

Vinningaskrá og númerin verða birt á www.trottur.is.

Með Jóla- og Þróttarkveðju.