KR – Þróttur Melavöllur 9.mars 1955.

Miðvikudaginn 9.mars 1955 fór fram hörkuleikur í Reykjavíkurmótinu, en þá öttum við Þróttarar kappi við ógnarsterkt lið KR. Skemmst er frá því að segja að við stóðum vel í þeim svart hvítu, en töpuðum að lokum 1-0. Í þessum leik lék Baldur Þórðarson, en eins og sést á myndinni þá fékk hann að kenna á háskalegri tæklingu frá KR ingnum Garðari Árnasyni og ekkert dæmt ! Baldur dæmdi sjálfur yfir 1200 leiki fyrir Þrótt við góðan orðstýr og var m.a. milliríkjadómari um tíma.
Baldur kom við á skrifstofunni í dag og færði okkur þessa skemmtilegu mynd að gjöf en þess má geta að Baldur er ennþá virkur í félagsstarfi Þróttar, hann teflir hér, mætir í Lambalærið og er duglegur að mæta í félagsheimilið og ræða við þjálfara og starfsmenn um gengi okkar liða. Bestu þakkir Baldur fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.