KR – Þróttur Melavöllur 9.mars 1955.

Miðvikudaginn 9.mars 1955 fór fram hörkuleikur í Reykjavíkurmótinu, en þá öttum við Þróttarar kappi við ógnarsterkt lið KR. Skemmst er frá því að segja að við stóðum vel í þeim svart hvítu, en töpuðum að lokum 1-0. Í þessum leik lék Baldur Þórðarson, en eins og sést á myndinni þá fékk hann að kenna á háskalegri tæklingu frá KR ingnum Garðari Árnasyni og ekkert dæmt ! Baldur dæmdi sjálfur yfir 1200 leiki fyrir Þrótt við góðan orðstýr og var m.a. milliríkjadómari um tíma.
Baldur kom við á skrifstofunni í dag og færði okkur þessa skemmtilegu mynd að gjöf en þess má geta að Baldur er ennþá virkur í félagsstarfi Þróttar, hann teflir hér, mætir í Lambalærið og er duglegur að mæta í félagsheimilið og ræða við þjálfara og starfsmenn um gengi okkar liða. Bestu þakkir Baldur fyrir þessa höfðinglegu gjöf.