Það verður ekki annað sagt en að vertíðin byrji vel. Frábær mæting þar sem nánast hvert sæti var skipað. Þeir Rúnar Kristinsson, Bogi Ágústsson og Laddi sem var óvæntur gestur og hóf fjörið með því að taka nokkrar lýsingar a la Bjarni Fel og kom mönnum í rétta stemningu. Síðan tók Bogi við stjórninni og beindi spurningum til Rúnars sem svaraði vel og skilmerkilega og hleypti mönnum inn í starfið hjá KR síðasta árið. Síðan var boðið upp á spurningar úr sal og gripu nokkrir tækifærið. Næsta „Lambalæri“ verður föstudaginn 18.október.
HM-hópurinn