Landslið U16 stúlkna í blaki valið

Landsliðsþjálfarar U16 ára landsliðs Íslands hafa valið lokahóp sínn fyrir undanriðil Evrópukeppninnar í U16 stúlkna. Leikið er í fyrsta sinn í þessum aldursflokki í Evrópu.

Undanriðill Evrópukeppninnar fer fram í Kaupmannahöfn í Danmörku dagana 19.-21. desember. Mótið er svæðismót (NEVZA) og eru þátttökuþjóðirnar auk Íslands, Finnland og Danmörk. Bæði lið drengja og stúlkna taka þátt í mótinu en leikin verður tvöföld umferð þannig að hvort lið spilar 4 leiki þessa daga í Danmörku.

Daniele Mario Capriotti og Erla Bjarný Jónsdóttir eru þjálfarar stúlknaliðsins og hafa þau valið tvær efnilegar Þróttara í hópinn en það eru þær Hekla Hrafnsdóttir og Katla Hrafnsdóttir, gangi ykkur vel stúlkur úti.

Lifi Þróttur og Lifi Ísland.