Lauren Wade í Þrótt

Þróttur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi baráttu í Inkasso deild kvenna en gengið hefur verið frá samningi við Lauren Wade og mun hún leika með liðinu næsta tímabil.  Lauren er sóknarmaður sem kemur til Þróttar frá bandarísku háskólaliði, Carson Newman, þar sem hún skoraði 38 mörk í 40 leikjum á síðasta tímabili og var markahæst í þeirri deild.  Hún lék jafnframt í stuttan tíma með UMEA í Svíþjóð og á að baki 19 A landsleiki fyrir Norður – Írland.  

Við Þróttarar bjóðum Lauren velkomna í Hjartað í  Reykjavík og hlökkum til að sjá hana á vellinum.  Lifi……!