Lea Björt Kristjánsdóttir og Þróttur hafa gert með sér samning sem gildir út keppnistímabilið 2021.  Lea Björt sem er tvítug kom til Þróttar að láni frá Val á síðasta keppnistímabili og spilaði 9 leiki með liðinu í deild og bikar.   Hún stundar nú nám í Bandaríkjunum en verður til í slaginn þegar Þróttur mætir ÍBV í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar í vor.  Við bjóðum Leu velkomna í Dalinn, hjartað í Reykjavík, og vonumst eftir farsælu samstarfi á komandi tímabilum.  Lifi…..!