Linda Líf Boama og Þróttur hafa framlengt samning sín á milli til loka keppnistímabilsins 2021.  Linda bætist þar í hóp stúlkna sem endurnýjaðir hafa verið samningar við á undanförnum dögum og er það mikill styrkur fyrir liðið að lykilleikmenn eru nú reiðubúnir til að takast á við næsta verkefni sem er Pepsi Max deildin á næsta ári.  Linda Líf er m.a. í landsliðshópi U19 sem tekur þátt í riðlakeppni EM sem fram fer hér á landi 2. – 8. október og hefur þegar komið við sögu í tveimur landsleikjum yngri landsliðanna.   Við fögnum undirritun nýs samnings og hlökkum til áframhaldandi samstarfs næstu tímabil.

Lifi….!