Linda Líf Boama, leikmaður Þróttar, hefur verið valin í 20 leikmanna lokahóp fyrir undankeppni EM sem fram fer á Íslandi dagana 2. – 8.október n.k.

Linda Líf átti frábært tímabil með meistaraflokki Þróttar sem tryggði sér sigur í Inkassodeildinni en hún kom við sögum í 20 leikjum liðsins í deild og bikar og skoraði í þeim 23 mörk.  Hún var næst markahæst í deildinni í sumar.

Við óskum Lindu til hamingju með valið og vitum að hún verður landi og þjóð sem og félaginu til sóma í komandi verkefnum.  Lifi…..!