Síðustu vikur hafa lykilmenn í meistaraflokki karla í handbolta endurnýjað samninga sína við félagið. 

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Aron Heiðar Guðmundsson, Aron Valur Jóhannsson, Styrmir Sigurðarson og Viktor Jóhannsson. 
En allir þessir leikmenn hafa spilað um og yfir 100 leiki fyrir Þrótt, það er því gríðarlega mikill fengur fyrir Þrótt að halda þessum leikmönnum. 

Aron Heiðar miðjumaður og Styrmir skytta eru uppaldir hjá Þrótti og báðir verið fyrirliðar liðsins á síðustu árum og hafa því verið ansi mikilvægir í leik liðsins.
Viktor sem lengst af hefur spilað í vinstra horni gekk til liðs við með Þrótt tímabilið 2014/15 Aron Valur sem er línumaður gekk til liðs við Þrótt tímabilið 2016/17 og hefur verið gríðarlega mikilvægur liðinu bæði í vörn og sókn.