Knattspyrnudeild Þróttar undirritaði nývera samning við markmannsþjálfarann Jamie Brassington sem tekur við markmannsþjálfun allra aldursflokka hjá félaginu. Jamie er fæddur árið 1991, og hefur starfað sem yfirþjálfari markmanna í afreksmótun hjá Colchester og Burton Albion en hann er með UEFA B próf í knattspyrnuþjálfun og hefur lokið markmannsþjálfaragráðum hjá enska knattspyrnusambandinu auk þess að vera styrktarþjálfari.

Oldboys Þróttar færði Jamie nýverið myndbandstökuvél og þrífót sem hann mun nota til þess að taka upp æfingar og leiki markmanna Þróttar. Jamie mun nota vélina til þess að framkvæma markvissa greiningu á  hreyfingum og staðsetningum markmanna félagsins og fylgja eftir með einstaklingamiðaðri þjálfun.

Félagið þakkar leikmönnum Oldboys fyrir stuðninginn við þjálfum yngri flokka félagsins.