Knattspyrnudeild Þróttar í samráði við Valgeir Einarsson sjúkraþjálfara mun standa fyrir meiðsla – og ástandsskimun leikmanna yngri flokkar Þróttar (2, 3 og 4 flokkur) í Þróttarheimilinu dagana 27.-29. desember n.k.Skimun yngri flokka fór í fyrsta sinn fram fyrir ári síðan í desember 2016. Þátttaka í fyrra var góð og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á sams konar skimun á ný.

Skimunin verður byggð á hugmyndum og uppsetningu FMS (Functional Movement Systems) kerfisins sem félagið hefur notað s.l. ár við skimun á leikmönnum meistaraflokks karla og kvenna.  FMS skimunarkerfið er fyrst og fremst hannað til að greina og mæla grunnliðleika, grunnstyrk og getu leikmanns til að viðhalda æskilegu jafnvægi við framkvæmd hreyfinga.

Starfræn hreyfigeta er grunnþörf íþróttafólks til að geta náð framförum í sinni íþrótt. Án góðrar líkamlegrar undirstöðu leikmanns, verða framfarir og hámarksárangur gjarnan takmarkaður. Hugmyndafræði og tilgangur skimunarinnar er að greina takmarkandi þætti grunnhreyfigetunnar, innleiða svo sérstakar leiðréttandi æfingar, teygjur og ráðleggingar með það að markmiði að draga úr eða eyða þessum þáttum sem hafa hamlandi áhrif á framfarir og íþróttalega getu leikmannsins.

Eftir útkomu skimunarinnar mun sjúkraþjálfari setja upp sérsniðið æfingaprógram fyrir iðkanda ef þörf er á.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Valgeiri Einarssyni sem jafnframt tekur á móti skráningum á netfanginu  valgeir.mantyla@gmail.com

Skráning er hafin og þar sem um takmarkaðan fjölda verður að ræða eru foreldrar og forráðamenn iðkenda hvattir til að skrá viðkomandi iðkanda hið fyrsta. Verðið er 7.500 kr og
innifalið er viðtal, skimun og prófun, sérsniðið æfingaprógram og skýrsla með niðurstöðum.