Knattspyrnumót fyrir eldri iðkendur verður haldið 19. og 20. júní. Aldurstakmark er 30 ára. Spilaður verður 8 manna bolti og hámark 10 leikmenn í hverju liði sem er skráð. Mótið hefst kl 23.59 föstudaginn 19. júní og er spilað fram á morgun laugardaginn 20. júní. Um kvöldið verður  Miðsumarveisla með kvöldverð, verðlaunaafhendingum, skemmtiatriðum og uppistandi.