Ólafur Guðmundsson er Stigameistari Þróttar 2013

Ólafur tryggði sér titilinn með sigri í næstsíðasta móti vetrarins í gærkvöldi. Hlaut hann 7 vinninga í sjö skákum.  Annar varð Sigurður Þórðarson með 5 vinninga og hefur hann tryggt sér önnur verðlaunin í mótinu.  Þriðji varð Gunnar Randversson með 4,5 vinninga, fjórði varð Bragi Guðjónsson með 3,5 vinninga og jafnir með 3 vinninga í 5.-6. sæti urðu þeir Davíð Jónsson og Óli Viðar Thorstensen.