Olivia Bergau til liðs við Þrótt

Þróttur hefur bætt við sig liðsstyrk fyrir komandi baráttu í Inkassodeild kvenna í sumar en gengið hefur verið frá félagaskiptum fyrir bandariska leikmanninn Olivia Bergau sem leikið hefur með Florida State í ameríska háskólaboltanum.  Hún hefur leikið sem varnar – eða miðjumaður og tók þátt í öllum leikjum liðs síns á síðasta tímabili þegar Florida tryggði sér NCAA titilinn og var jafnframt fyrirliði liðsins.  Olivia en annar erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Þrótt fyrir komandi tímabil en áður hafði verið gengið frá félagaskiptum fyrir írsku landsliðskonuna Lauren Wade https://www.trottur.is/frettir/lauren-wade-i-thrott/2018/12/18/

Við bjóðum Oliviu velkomna í Hjartað í Reykjavík og hlökkum til að sjá hana á vellinum í vor og sumar.

Lifi…..!