Valsstúlkurnar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Ísabella Anna Húbertsdóttir hafa gengið til lið við Þrótt á lánssamningi og munu leika með okkur Þrótturum á komandi tímabili í Pepsi Max deildinni.  Ólöf, sem fædd er árið 2003,  á að baki 2 leiki í meistaraflokki með Val og 9 leiki í Inkassodeildinni með liði ÍA þar sem hún lék síðasta sumar en auk þess hefur hún leikið 18 leiki með yngri landsliðunum og skorað í þeim 9 mörk.    Ísabella er fædd 2001 og hefur leikið 8 leiki í efstu deild með Val og Fylki og 17 leiki í 1.deildinni með Fjölni en hún á jafnframt að baki 9 landsleiki með yngri landsliðunum.  Við bjóðum stúlkurnar velkomnar í Dalinn, í hjartað í Reykjavík.  Lifi…..!