Rósa Pálsdóttir og Andrea Magnúsdóttir hafa gengið til liðs við Pepsi Max lið Þróttar og gert samninga við félagið sem gilda út keppnistímabilið 2021.

Rósa, sem er 19 ára gamall framherji, kemur til Þróttar frá Fjölni þar sem hún hefur leikið 37 leiki á undanförnum tímabilum í deild og bikar og skorað í þeim 15 mörk.  Andrea er 24 ára gamall varnarmaður og kemur til félagsins frá ÍA þar sem hún lék á síðasta tímabili en áður hafði hún verið í ÍR og Fjarðabyggð.  Það er gleðiefni fyrir okkur Þróttara að fá tvo öfluga leikmenn til liðs við okkur í komandi baráttu í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili og við bjóðum þær velkomna í Dalinn í hjartað í Reykjavík.

Lifi…!!!