Runólfur Trausti Þórhallsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari 4. og 7. flokks stúlkna hjá Þrótti og hefur þegar hafið störf.

Runólfur er 28 ára gamall og hefur lokið KSÍ II menntun í þjálfun auk þess hann hefur reynslu af þjálfun og umsjón með knattspyrnu -og íþróttaskólum barna undanfarin sumur samhliða því að starfa við íþróttadeild RÚV.

Fljótlega verður boðað til funda með foreldrum iðkenda þessara aldursflokka þar sem gefst tækifæri til þess að kynnast þessum nýja „Þróttara“ betur og hans áherslum.

Við bjóðum Runólf velkominn til starfa í félaginu.

Lifi…….!