Síðasta árið hefur varalið Þróttar, SR, opnað arma sína fyrir flóttamönnum á Íslandi.
Á æfingu gærkvöldsins mættu þeir 8 frá Sómalíu og 1 frá Gana. Yfir 15 flóttamenn hafa mætt á æfingar SR síðasta árið og þá hafa leikmenn SR reynt að útvega nokkrum leikheimild með félaginu frá KSÍ, það hefur því miður ekki gengið upp og því hafa þeir ekki enn getað spilað undir merkjum félagsins.