Síðasta skákkvöld vetrarins var haldið á mánudag

Síðasta skákkvöld vetrarins var haldið á mánudag og var einungis tefld hraðskák og voru verðlaunin páskaegg af ýmsum stærðum. Sigurður Þórðarson hélt áfram sigurgöngu sinni og vann allar skákirnar sjö að tölu. Annar varð Júlíus Óskarsson með 5 vinninga og þriðji  varð Óli Viðar Thorstensen með 4 vinninga. Nú er aðeins eftir að afhenda verðlaun fyrir mót vetrarins og verður það gert á þriðjudagskvöld. Síðan verður sumarfrí fram í september.