Árni Björnsson úr KA til vinstri og Magnús Ingi Kárason úr HK spiluðu sína fyrstu leiki með Þrótti um helgina.

Árni Björnsson úr KA til vinstri og Magnús Ingvi Kristjánsson úr HK spiluðu sína fyrstu leiki með Þrótti um helgina.

Þróttur spilaði 2 leiki við KA í mikasadeild karla í blakinu um helgina.  Fyrri leikurinn fór fram á föstudagskvöldið og Guðbergur þjálfari stillti upp eftirfarandi byrjunarliði.  Nýju leikmenn Þróttar Árni og Magnús voru á köntunum, Fannar og Andris á miðjunni en þetta var fyrsti leikur Andris á miðjunni.  Sigurður í díó (hægri kantur á móti uppspilara), einnig í fyrsti leikur hans í þeirri stöðu, og Guðbergur þjálfari í uppspilinu.  Halldór Ingi var að venju í stöðu frelsingja.

KA menn ákváðu að byrja með Pólverjanna 2, Piotr og Filip, í liðinu á bekknum og leyfa ungu leikmönnunum að byrja leikinn.  Þetta nýtti Þróttur sér vel og byrjuðu leikinn af krafti og komust í 19-7.  Eftir það slökuðu Þróttarar á leik sínum en unnu hrinuna engu að síður sannfærandi 25-18.  Í annarri hrinu var leikurinn jafnari enda sá KA að ungu strákarnir þurftu aðstoð hinna sterku pólvera sem skiptu sér inn í hrinunni að hluta.  En Þróttarar náðu að vinna hrinuna að lokum 26-24.  KA náði að bæta sinn leik í 3. hringu og sigruðu hana 23-25.  Þróttur bætti aftur í og sigruðu 4. hrinu 25-23 og þar með leikinn 3 – 1 og náðu 3 stigum í hús.  Góð byrjun í Mikasadeildinni en þó var greinilegt að margt mætti betur fara í spilamennsku liðsins enda nýir leikmenn að koma í liðið sem og aðrir leikmenn að spila í nýjum stöðum.  En framhaldið lofar góðu.

Stig Þróttar í leiknum var eftirfarandi:  Magnús Ingvi Kristjánsson 12 stig, Andris Orlovs 12 stig, Fannar Grétarsson 11 stig, Árni Björnsson 7 stig, Guðbergur Egill Eyjólfsson 4 stig og Sigurður Ágústsson 4 stig.

Stigahæstur hjá KA var Ævar Birgisson með 13 stig og Piotr Kempisky 7 stig og Gunnar Hannesson 7 stig.

Á laugardeginum mættust liðin svo aftur og þá voru KA menn staðráðnir í því að leggja allt í sölurnar að tapa ekki öðru sinni fyrir Þrótturum og Piotr og Filip stersku leikmenn Mikasadeildar í fyrra voru í byrjunaliði KA.  Byrjunarlið Þróttar var eins og á föstudagskvöldið.  Fyrsta hrinan var mun jafnari heldur en kvöldið áður og mikil barátta einkenndi hana og fór svo að lokum að KA náði að hafa betur 24-26.  Þróttarar voru svo heillum horfnir í 2. hrinu og náðu sér engan vegin á strik, móttakan gekk erfiðlega og mikið af óþarfa mistökum átti sér stað og má væntanlega skrifast á að liðið sé enn í mótun.  Hrinan tapaðist 19-25.  Guðbergur ákvað að gera eina breytingu á byrjunarliðinu fyrir 3. hringu með því að setja reynsluboltann Jón Ólaf Valdimarsson inn á í dío í stað hins unga Sigurðar en Jón Ólafur hafði fyrir leik fengið viðurkenningu fyrir að hafa spilað 400 leiki fyrir Þrótt með meistaraflokki karla í blakinu.  Með þessari breytingu náði Þróttur aftur meiri stöðuleika í sitt spil og úr var hörkuhrina þar sem ekkert var gefið eftir.  KA menn greinilega treystu á að stórsmassarinn Piotr myndi klára hrinuna fyrir þá og fékk hann nánast alla bolta KA manna.  Þróttur náði frumkvæði í lok hrinunnar og voru í dauðafæri að klára hana en aftur kom upp móttöku vesen sem og óþarfa mistökin sem KA náði að nýta sér og unnu hrinuna að lokum 25-27.  Guðbergur þjálfari var mjög ósáttur við að hafa tapað þessum leik og sér að það þarf enn nokkurn tíma að slípa liðið almennilega en er vongóður um að það náist fljótt svo að titlabaráttan í vetur verði raunhæft markmið.

Stigaskor leikmanna Þróttar var:  Andris 12 stig,  Fannar 8 stig (þar af 5 stig úr uppgjöfum en vanalega koma hans stigu úr blokk og sókn), Árni 5 stig, Magnús 4 stig, Sigurður 1 stig og Jón Ólafur 1 stig.

Stigahæstur í liði KA var Piotr með 21 stig.