Sindri Scheving hefur skrifað undir leikmannasamning við Þrótt og leikur því með félaginu á komandi tímabili.  Sindri var áður samningsbundinn Víkingi og var að láni hjá Þrótti s.l. tímabil þar sem hann kom við sögu í 21 leik í deild og bikar og skoraði í þeim 3 mörk.  Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur leikið 50 meistaraflokks leiki í Pepsi Max deildinni og Inkassodeildinni en auk þess á hann að baki 35 landsleiki með yngri landsliðunum.  Við bjóðum Sindra velkominn í Hjartað í Reykjavík og hlökkum til komandi verkefna.  Lifi…..!