Sindri Scheving til liðs við Þrótt

Sindri Scheving hefur gengið til liðs við Þrótt og verður gjaldgengur með liðinu í bikarleiknum á morgun gegn Reyni S.  Sindri sem fæddur er árið 1997 kemur að láni til Þróttar frá Víkingi og gildir samningur út keppnistímabilið. Þessi tuttugu og tveggja ára gamli bakvörður á að baki 35 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, þar af 3 U21 leiki, jafnframt því að hafa leikið 13 leiki með Víkingi í Pepsi deildinni og bikar á síðasta tímabili.  Við bjóðum Sindra velkominn í hjartað í Reykjavík.  Lifi…..!