Skákmót Þróttar 2013, úrslit í gærkvöldi

Níunda og tíunda umferð voru tefldar í gærkvöldi og urðu úrslit sem hér segir. 9. umf: Sigurður vann Sölva, Ólafur vann Gísla, Davíð vann Helga og Þorlákur vann Óla Viðar.  10. umf: Óli Viðar vann Gunnar, Helgi vann Gísla, Davíð vann Braga og jafntefli varð hjá Sigurði og Ólafi. Skák Júlíusar og Jóns H. var frestað. Þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir er Ólafur í efsta sæti með 8,5 vinninga og á eftir tvær skákir og Júlíus með 6 vinninga og á eftir þrjár skákir.