U17 landslið stúlkna var rétt í þessu að sigra Noreg 3-1 (26-24, 30-32, 25-12, 25-12). Með sigrinum tryggðu stelpurnar sig inn í undanúrslit á NEVZA mótinu. Stelpurnar mæta Svíþjóð í undanúrslitum kl 15:30 í dag.

Leikurinn í dag byrjaði hörkuspennandi en fyrstu tvær hrinurnar fóru báðar í upphækkun. Íslensku stelpurnar tóku fyrstu hrinuna 26-24, en töpuðu næstu 30-32. Ekkert virtist skilja á milli liðanna, en þá settu íslensku stelpurnar í annan gír og völtuðu yfir þær norsku í þriðju og fjórðu hrinu. Þriðja og fjórða hrina fóru báðar 25-12.

Önnur stigahæst í liðinu var Þróttarinn Eldey Hrafnsdóttir með 14 stig.

Með sigrinum tryggðu stelpurnar sig áfram inn í undanúrslitin, en þar mæta stelpurnar Svíþjóð. Ísland spilaði á móti Svíþjóð í riðlaspilinu á mánudaginn og tapaði í spennandi leik 3-1. Undanúrslitaleikurinn í dag er kl 15:30 og er hægt að horfa á hann í beinni útsendingu hér.