Stúkan við Eimskipsvöllinn endurbyggð

Borgarráð Reykjavík samþykkti í gær að bjóða út framkvæmdir við miklar endurbætur á stúkunni við gervigrasið og áætlað er að framkvæmdum ljúki á þessu ári.  Í framkvæmdum felast m.a. endurbætur á burðarvirki og klæðningu stúkunnar auk þess sem komið verður fyrir fjölmiðlaaðstöðu, sætum fjölgað ásamt fleiru. Kostnaður er áætlaður um 100 milljónir króna.  Það er ljóst að ásýnd svæðisins okkar og Eimskipsvallarins mun gjörbreytast við þessar endurbær og er það mikið gleðiefni fyrir okkur Þróttara .

Meðfylgjandi eru teikningar af mannvirkinu sem sýna hvernig útlitið getur orðið eftir endurbætur.