Takið frá laugardaginn 17.ágúst því við ætlum að halda Sveitaball í Dalnum í Þróttarheimilinu. Þetta var svo fjári skemmtilegt síðast. Helgi Björns ætlar að mæta á svæðið og trylla lýðinn auk meðlima hljómsveitarinnar. Andri Ólafs úr Móses Hightower leikur á bassann í þetta sinnið og goðsögnin sjálf Sigurgeir Sigmundsson verður á gítar en hann lék með Þrótti hér á árum áður.