Meistaraflokkar Þróttar og Stjörnunnar í efstu deild karla í blaki áttust við á þriðjudaginn í Laugardalshöll. Stjörnumenn gátu komist upp fyrir Þróttara sem voru fyrir leikinn í öðru sæti. Þróttarar gátu aftur á móti styrkt stöðu í efri hlutanum. Það er skemmst frá því að segja að Þróttarar áttu ekki góðan dag og Stjarnan vann heldur auðveldan 0-3 sigur.


Fyrsta hrinan var vel leikinn af hálfu beggja liða. Hún var jafnframt spennandi frá fyrstu mínútu en Stjarnan hafði þó forskot lengst af. Staðan var jöfn 21-21 þegar Stjörnumenn náðu forskoti sem dugði þeim til að vinna hrinuna 23-25. Eftir góða leik í fyrstu hrinu hrundi leikur Þróttara í byrjun þeirrar annarrar. Þá var ekki aftur snúið og Stjarnan vann örugglega 17-25. Það reyndist einnig vera lokatölur þriðju hrinu en sem fyrr var mikið um mistök hjá Þrótturum. Af sama skapi gengu hlutirnir betur upp Stjörnumeginn, sóknir þeirrar voru beittari og hávörnin stöðvaði margar sóknir heimamanna.

Lið Þróttar var skipað eftirtöldum mönnum: Sævar, uppspilari, Halldór, líberó, Fannar og Siggi á miðjunni, Guðmundur Páll og Andris á köntunum og Ólafur A í díó. Ingi byrjaði leikinn á bekknum en leysti Sævar af hólmi í annarri og þriðju hrinu. Sigurlaugur sat sem fastast á bekknum og kom ekkert við sögu.

Næsti leikur er gegn KA á laugardaginn. Leikurinn er heimaleikur Þróttar en fer ekki fram í Laugardalshöll að þessu sinni heldur í Íþróttahúsi Kennaraháskólans. Sem sagt gamla heimavellinum. Allir að mæta.

Lifi Þróttur