Þriðja umferð „Skákmóts Þróttar“ var tefld í gærkvöld og urðu úrslit sem hér segir: Óli Viðar vann Braga, Davíð vann Sölva, Sigurður vann Theodór og jafntefli gerðu Jón H. og Helgi.
Eftir þrjár umferðir er Davíð efstur með 3.vinninga og síðan koma þeir Helgi og Sigurður með 2,5 vinninga.
Síðan var tefld fjórða umferð „Stigamóts Þróttar“ í hraðskák og var gífurleg barátta, en að lokum stóð Sigurður uppi sem sigurvegari með 7 vinninga í átta skákum, annar varð Júlíus
með 6 vinninga, þriðji Helgi með 5 vinninga og jafnir með 4,5 vinninga í fjórða og fimmta sæti urðu þeir Davíð og Óli Viðar. Efstur eftir fjórar umferðir er Sigurður með 25 stig, annar er
Helgi með 12 stig og þriðji er Júlíus með 11 stig.
Næst verður teflt mánudaginn 27.janúar.