Þrír ungir og efnilegir leikmenn í Þrótti hafa skrifað undir nýja samninga við Þrótt og gilda allir samningarnir út tímabilið 2021. Liðið tryggði sér nýverið sæti í Pepsi Max deildinni að ári og er það mikið gleðiefni að leikmennirnir sýni félaginu tryggð með þessum hætti og verði áfram í uppbyggingu liðsins til næstu ára. Stúlkurnar sem gerðu samninga núna eru Mist Funadottir, Tinna Dögg Þórðardottir og Magdalena Matsdottir. Við Þróttarar fögnum undirritun nýrra samninga og hlökkum til samstarfsins á næstu tímabilum. Lifi…..!