Þróttari vikunnar er Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar og fyrrum stjórnarmaður ái aðalstjórn Þróttar.

Image result for vala valtýsdóttir

Vala Valtýsdóttir, 1961, kynntist Þrótti upphaflega í gegnum eiginmann sinn, Gísla Óskarsson sem lék með Þrótti á gullaldarárum félagsins upp úr 1980. Afskipti hennar af Þrótti hófust svo síðar þegar hún starfaði sem foreldri í barna- og unglingastarfi félagsins. Árið 2004 tók hún við sem formaður Handknattleiksdeildar. Á þessum árum var ekki starfandi meistaraflokkur en árið 2007 tókst að endruvekja meistaraflokk karla eftir langa fjarveru.

Eftir að formennsku lauk í handboltanum tók við stjórnarseta fyrir Aðalstjórn félagsins, þar sem hún átti sæti frá 2011 til 2015. Og nú er hún kominn aftur til starfa fyrir Þrótt, en í sumar tók hún aftur við stjórnartaumunum í handknattleiksdeildinni. Aðspurð um komandi vetur segir hún starfið framundan vera mjög spennandi, bæði hjá meistaraflokki en ekki síður yngri flokkum félagsins. Mikil áhersla hefur verið lögð á að fjölga iðkenndum og binda handboltamenn miklar vonir við nýtt íþróttahús félagsins í framtíðinni til hægt sé að efla handboltann til mikilla muna.

Auk ofangreindra starfa þá hefur Vala verið aðalnefndarmaður í aganefnd HSÍ í um 10 ár, og er nú varamaður auk þess að sitja í Dómstól HSÍ í fimm ár. Hún hefur einnig komið að starfi ReyCup og var m.a. formaður afmælisnefndar ReyCup árið 2012.