Til hamingju með 67 ára afmælið, Þróttarar!

Knattspyrnufélagið Þróttur er 67 ára gamalt í dag. Félagið var stofnað föstudaginn 5. ágúst 1949 í herbragga við svonefnda Grímstaðavör við Ægissíðu. Stofnendur félagsins voru Halldór Sigurðsson kaupmaður, sem var fyrirmyndin að Tomma í bókum Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, og Eyjólfur Jónsson, síðar lögreglumaður og sundkappi.

Hjartanlega til hamingju með daginn, Þróttarar nær og fjær! Það er ekki amalegt fyrir þetta fallega íþróttafélag að hafa náð svo virðulegum aldri og hafa hreiðrað svona líka notalega um sig í Laugardalnum ljúfa. Þess má að gefnu tilefni geta að 67 ár er alls ekki eftirlaunaaldur í lífi íþróttafélaga. Þróttarar eru þvert rétt að hefja sína vegferð og að margra mati með landsins ernustu félögum. Hérna, dömur mínar og herrar, er hjartað í Reykjavík!

#lifi #kottarar #hjartaðíreykjavík