Reykjavík, 3. okt. 2019

Tilkynning frá knattspyrnudeild Þróttar

Knattspyrnudeild Þróttar hefur tekið ákvörðun um að finna nýjan aðalþjálfara fyrir meistaraflokk karla hjá félaginu. Knattspyrnudeildin þakkar fráfarandi þjálfurum, þeim Þórhalli Siggeirssyni og Halldóri Geir Heiðarssyni, fyrir samstarfið, góða viðkynningu og framlag þeirra til fótboltans í Þrótti. Um leið óskar félagið þeim velfarnaðar í framtíðinni.