Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði í gær bronsleiknum á móti Finnlandi 3-0 (25-13, 25-18, 25-16). Íslensku stelpurnar lenda því í fjórða sæti á NEVZA mótinu, en átta lið tóku þátt.

Allar þrjár hrinurnar byrjuðu frekar jafnt og stóð íslenska liðið vel í því finnska. Íslenska liðið var hins vegar alltaf að elta, og náði aldrei góðu forskoti í leiknum.

Við óskum Eldey og stelpunum kærlega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim á blakvellinum í framtíðinni.

Lifi Þróttur og Lifi Ísland.